VARK – Inngangur

Veistu hvernig þú átt að læra?

VARK getur kennt þér eitthvað það um sjálfa(n) þig sem þú vissir ekki áður. Það er hægt að nota það til að skilja yfirmann þinn, samstarfsmenn, foreldra, kennara, ættingja og þig sjálfa(n). Þetta er skýr og einföld greining sem fengið hefur góðar viðtökur vegna þess að þýðing hennar liggur í augum uppi og hún kemur að hagnýtum notum. Hún hefur reynst fólki vel við að skilja hvert annað, en þó sérstaklega nemendum til að ná betri árangri í námi og jafnframt kennurum til að gera sér ljósari grein fyrir að nauðsynlegt er að beita fjölbreytilegum kennsluaðferðum til að ná til allra nemenda.