Lestur/skrift námsaðferð

Ef þér finnst mjög gott að lesa og skrifa til að læra, ættir þú að nota einhverjar eða jafnvel allar eftirfarandi aðferðir:

Móttaka

að ná upplýsingum
  • upptalning, gátlistar
  • kaflaheiti, fyrirsagnir
  • orðabækur
  • orðalistar
  • skilgreiningar
  • dreifildi, ljósrit af glærum
  • kennslubækur
  • bókasöfn
  • glósur – oft orðrétt skrifað niður
  • kennarar sem eru vel máli farnir og gefa miklar upplýsingar og dreifa miklu efni
  • ritgerðir
  • handbækur, skrifaðar leiðbeiningar

ER

Ekki rembast
  • Skrifaðu orð og setningar aftur og aftur.
  • Lestu glósurnar þínar aftur og aftur í hljóði.
  • Orðaðu hugmyndir og reglur upp á nýtt með eigin orðum og skrifaðu niður.
  • Umbreyttu skýringarmyndum og línuritum í setningar, t.d. „á línuritinu sést að…“
  • Breyttu svörum, verkefnum, skýringarmyndum, töflum og flæðiritum yfir í orð.
  • Ímyndaðu þér að gátlistarnir þínir séu fjölvalsspurningar/krossapróf og farðu í gegnum þær.
  • Skildu eftir eyður í glósurnar þínar til að fylla inn í seinna eftir þörfum.

Útkoma

að ná góðum árangri á prófi
  • Skrifaðu svör við prófspurningum.
  • Æfðu þig á fjölvalsspurningum.
  • Skrifaðu upphaf og endi á efnisgreinum.
  • Merktu lista og upptalningar með t.d. a,b,c,d,1,2,3,4.
  • Flokkaðu efnisatriði og raðaðu þeim niður.

Þér finnast þessar ráðleggingar aðgengilegar vegna þess að þær byggjast á orðum og upptalningum. Þú litur svo á að merkingin felist í orðunum og það sé svo sem ágætt að ræða saman en betra sé að fá skrifaðan texta á blaði. Þú ert á leið á bókasafnið.