Fjölþátta námsaðferðir

Ef þér finnst að fleiri en ein námsaðferð henti þér, á það ekki aðeins við um þig, því talið er að 50 – 70% fólks séu í þessum hópi.

Fjölþátta aðferðir eru athyglisverðar og mjög breytilegar. Þér getur t.d. þótt ákjósanlegast að nota aðallega myndir og hlusta/tala eða lestur/skrift og hreyfingu, eins gætu þetta verið þrjár aðferðir til að vinna úr upplýsingum, t.d. myndir, tala/hlusta og hreyfing. Sumum þykir ein aðferð ekkert betri en önnur, þeir eru þá með álíka mörg stig við alla fjórar. Einn nemandi var t.d. með sjón = 9, hlustun =9, lestur/skrift = 9 og hreyfingu = 9. Þessi nemandi sagðist aðlaga sig að þeim aðferðum sem notaðar væru eða farið væri fram á hverju sinni. Ef kennarinn/fyrirlesarinn legði áherslu á skriftir, breytti hann yfir í þá aðferð jafnt við að afla upplýsinga sem í svörum.

Fjölþátta námsaðferðir gefa þér færi á tveimur, þremur eða fjórum aðferðum í samskiptum við aðra. Sumir viðurkenna að til að pirra einhvern, haldi þeir fast við aðferð sem er hvað ólíkust þeirri sem samstarfsmaðurinn notar. Þeir fara þá fram á skriflega greinargerð í umræðum þegar þeir vita að samstarfsmaðurinn vill miklu frekar ræða málin. Jákvæð viðbrögð sýna að þeir sem beita fjölþátta aðferðum aðlaga sig að þeim sem þeir vilja eiga samskipti við.

Ef tveir þættir eru ráðandi hjá þér, kynntu þér þá rækilega þær aðferðir sem best eiga við þig. Ef þrír þættir eru ráðandi, skaltu skoða þá vandlega. Þeir sem kjósa fjölþátta námsaðferðir hafa bent á að þeir verði að nota fleiri en eina aðferð við nám og samskipti. Þeir verða óöryggir ef þeir nota aðeins eina aðferð. Þeir sem helst vilja eina námsaðferð geta beitt henni á fjölbreyttan hátt til að ná markmiðum sínum.

Nokkur munur hefur komið fram á þeim sem kjósa fjölþátta aðferðir, sérstaklega hjá þeim sem merkt hafa við færri en 20 valkosti og þeim sem valið hafa fleiri. Ef þú hefur merkt við færri en 20 atriði í könnuninni, geturðu litið á þann þátt sem þú oftast merkir við sem þá aðferð sem henti þér best. Þú hefur líklega skýrari línur en þeir sem valið hafa fleiri möguleika en 20.

Vefslóð: www.vark-learn.com