Hreyfing sem námsaðferð

Ef þér finnst mjög gott að beita hreyfingu til að læra, ættir þú að nota einhverjar eða jafnvel allar eftirfarandi aðferðir:

Móttaka

að ná upplýsingum
 • öll skilningarvit – sjón, snertingu, bragð, heyrn, lyktarskyn …
 • tilraunastofur
 • vettvangsferðir, kynnisferðir
 • dæmi til skýringar á reglum
 • fyrirlesarar sem styðjast við raunveruleg dæmi
 • tækifæri til að beita reglum
 • viðfangsefni til að leysa, tölvuverkefni
 • happa- og glappaaðferð
 • söfn, s.s. steintegundir, plöntur, skeljar, grastegundir …
 • sýningar, sýnishorn, ljósmyndir ….
 • uppskriftir – lausnir á verkefnum, gömul próf

ER

Ekki rembast
 • Glósurnar þína eru ef til vill fátæklegar vegna þess að viðfangefnið var ekki „áþreifanlegt“ eða „raunhæft“.
 • Þú manst líklega best það sem gerðist í kennslustundinni.
 • Glósaðu mörg skýringardæmi. Notaðu einstök dæmi og lýsingar til að skilja reglur og huglæg, óáþreifanleg hugtök.
 • Ræddu um glósurnar við einhvern sem notar sömu eða svipaða námsaðferð og þú.
 • Notaðu ljósmyndir og teikningar til að útskýra hugmyndir og viðfangsefni.
 • Endurtaktu tilraunir og verklegar æfingar, lestu yfir tilraunaskýrslur.
 • Rifjaðu upp tilraunir, vettvangsferðir, …. það sem gerðist.
 • Skildu eftir eyður í glósurnar þínar til að fylla inn í seinna eftir þörfum.

Útkoma

að ná góðum árangri á prófi
 • Æfðu þig að skrifa smáklausur og svör við spurningum.
 • Notaðu hlutverkaleik til að æfa þig í að taka próf.

Þú þarft að upplifa prófið til að geta skilið það. Þessar tillögur eru því aðeins einhvers virði ef þér finnast þær raunhæfar og eigi við þínar kringumstæður. Þú þarft að framkvæma til að skilja.