Sjónræn námsaðferð

Ef þér finnst mjög gott að beita sjónrænum aðferðum við nám, ættir þú að nota einhverjar eða jafnvel allar eftirfarandi aðferðir:

Móttaka

að ná upplýsingum
  • undirstrikanir, mismunandi litir og áherslupenni
  • flæðikort
  • myndir, myndbönd, plaköt, skyggnur, glærur
  • fyrirlesarar sem nota hreyfingar og myndrænt málfar
  • kennslubækur með skýringarmyndum og myndum
  • línurit
  • tákn
  • skilja eftir eyður í glósurnar til að fylla inn í seinna eftir þörfum; ekki skrifa of þétt

ER

Ekki rembast
  • Notaðu allar aðferðirnar sem nefndar eru hér að ofan
  • Breyttu myndum og öðru slíku og settu fram á nýjan hátt
  • Teiknaðu minniskort og -myndir upp aftur eftir minni
  • Breyttu orðum í tákn eða upphafsstafi
  • Virtu síðuna fyrir þér – horfðu á hana eins og mynd
  • Breyttu glósunum sem þú skrifar fyrir ræðu/fyrirlestur í litlar myndir

Útkoma

að ná góðum árangri á prófi
  • Teiknaðu, búðu til skýringarmyndir
  • Skrifaðu niður svör við prófspurningum
  • Rifjaðu upp fyrir þér myndir sem þú hefur teiknað sem glósur
  • Æfðu þig á að breyta myndum í orð

Þú vilt hafa heildarsýn, nálgast viðfangsefnið sem heild frekar en að skipta því niður í þætti. Útlit hluta hefur oft áhrif á þig. Þú hefur áhuga á litum, uppsetningu og hönnun og þú átt auðvelt með að átta þig á staðháttum. Teiknun á áreiðanlega eftir að nýtast þér vel.