Hljóðræn námsaðferð

Ef þér finnst mjög gott að beita hlustun við nám, ættir þú að nota einhverjar eða jafnvel allar eftirfarandi aðferðir:

Móttaka

að ná upplýsingum
  • Mættu í tíma
  • Taktu þátt í umræðum og hópstarfi
  • Ræddu námsefnið við aðra
  • Ræddu námsefnið við kennarana
  • Skýrðu nýjar hugmyndir og nýtt efni fyrir einhverjum
  • Notaðu hljóðupptökur
  • Leggðu á minnið skemmtileg dæmi, sögur og brandara
  • Lýstu glærum, myndum og öðru myndrænu efni sem notað hefur verið við námið
  • Skildu eftir eyður í glósurnar þínar til að fylla inn í seinna eftir þörfum

ER

Ekki rembast
  • Glósurnar þína eru ef til vill fátæklegar vegna þess að þér finnst betra að hlusta. Þú verður að auka við þær með því að tala við aðra og finna lykilatriði í kennslubókinni
  • Lestu glósurnar þínar inn á band/disk og hlustaðu á þær
  • Fáðu aðra til að hlýða þér yfir og gá hvort þú hefur skilið námsefnið
  • Lestur aðalatriðin úr glósunum yfir upphátt
  • Skýrðu glósurnar út fyrir einhverjum sem líka styðst mest við hlustun í námi
  • Breyttu glósunum sem þú skrifar fyrir ræðu/fyrirlestur í litlar myndir

Útkoma

að ná góðum árangri á prófi
  • Ímyndaðu þér að þú sért að tala við kennarann/prófdómarann
  • Æfðu þig að hlusta eftir innri rödd þinni og skrifa niður eftir henni
  • Finndu þér hljóðlátan stað og rifjaðu upp
  • Æfðu þig með því að skrifa svörin við gömlum prófspurningum
  • Segðu svörin upphátt eða innra með þér

Þú vildir helst láta skýra alla þessa síðu fyrir þér. Skrifuð orð hafa ekki eins mikla þýðingu fyrir þig og það sem þú heyrir. Þú ferð líklega og segir einhverjum frá þessu.